Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Jóhannes sendir konum kaldar kveðjur: „Laug því blákalt að þernur hefðu það nú alls ekki sem verst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar , fullyrti í Silfri Egils í dag að hótelþernur hefðu ágætar tekjur af starfi sínu. Jóhennes reyndi að bera laun þeirra saman við laun grunnskólakennara og gaf í skyn að þernur væru jafnvel með of há laun.
Leikkonan Steinunn Ólína segir þetta kaldar kveðjur til kvenna á kvennadaginn í pistli sem hún birtir á Facebook. Hún segist hafa kannað málið sjálf og segir Jóhannes einfaldlega hafa logið í beinni útsendinu.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Steinunnar í heild sinni.

Ágætu konur,
Til hamingju með konudaginn. Ég átti framan af náðugan konudag, lá í
rúminu og drakk kaffi hlustaði á Sprengisand og skipti svo yfir á
Silfrið. Þar var meðal annarra atvinnuskrumskælirinn Jóhannes Skúlason
í viðtali sem laug því blákalt að Eflingar þernur á hótelum hefðu það
nú alls ekki sem verst, heldur væru þær á launum sem kæmust nálagt því að vera laun grunnskólakennara!

Hann sumsé sendi lægst launuðu konum á vinnumarkaði konudagskveðjur
með því að sparka í aðra fjölmenna láglaunastétt sem mest er skipuð
konum, kennara. Hann hefði líka getað nefnt til sögunar aðra mikilvæga
láglauna kvennastétt, hjúkrunarfræðinga, eða bara einhverja aðra
mikilvæga kvennastétt sem heldur þessu samfélagi gangandi.

Ég hafði fyrir því að verða mér út úr nokkra launaseðla hótelstarfsfólks til að geta með eigin augum séð þessi ofurlaun sem
Jóhannes kallar svo og það var eins og mig grunaði, laun með
töluverðri yfirvinnu og vaktaálagi sem gerir ráð fyrir að fólk stundi
fulla vinnu, eigi stundum frí, eru í kringum 400.000 og yfirleitt rétt
undir því.

Ég get ekki deilt myndum af launaseðlum til að vernda það starfsfólk
sem sendi mér þá, en ég hvet blaðamenn sem ræða við SA að hafa fyrir
því að skoða þessi mál ofan í kjölin og kveða lygar þeirra í kútinn og
leyfa þeim ekki dag eftir dag að fara með staðlausa stafi í fjölmiðlum.
Launaseðlar gefa nefnilega raunsanna mynd af ástandi og þar sést svart á hvítu hvernig laun verða til.

- Auglýsing -

Í þeim tilfellum sem verkamaður bílstjóri eða þerna á hóteli ná launum
sem SA gera ítrekað að dæmum um ofurlaun, er um fullkomlega óeðlilegt
vinnuálag að ræða og rannsóknarefni er þá hvers er til kostað af
viðkomandi starfsmanni sem er auðvitað jafna sem verður að taka inn í
dæmið. Hvað er vinnueftirlitið, samgöngustofa að gera? Ekkert að því
er virðist!

Áróðursherdeild SA er ruddaleg í allri sinni framkomu, svífst einskis,lýgur blákalt
leikur sér að tölum til að útmála baráttu láglaunafólks sem hlægilega.
Og að vanda eru það að langmestu leyti konur sem eru skotspónn háðsins.
Gleðilegan konudag!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -