Mánudagur 28. október, 2024
4.9 C
Reykjavik

Jóhannes uggandi: „Gestir lónsins hafa því kannski bara 20 mínútur til að koma sér í burtu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Bláa lónið er í eins kílómetra fjarlægð frá miðju landrisins. Það er mælanlegar líkur á því að það gjósi hreinlega undir Bláa lóninu,“ ritar Jóhannes Loftsson, verkfræðingur, stofnandi ábyrgrar framtíðar og formaður Frjálshyggjufélagsins, á Facebooksíðu sína. Hann furðar sig á forsvarsmönnum Bláa lónsins sem valið hafa að halda lóninu opnu þrátt fyrir aðsteðjandi hættu er gæti kostað líf þúsunda:

„Til hvers yfir höfuð að hafa eldgosarannsóknir ef ekki á að taka mark á þeim, hvorki mælingum né sérfræðingunum. Ekki verður betur séð en verið er að taka gríðarlega áhættu með líf þúsundir manna með að hafa Bláa lónið opið eins og nú er gert. Ætli gestir lónsins séu yfir höfuð varaðir við að mögulega þeir séu allir í lífshættu því mögulega verði enginn tími til að flýja ef upptökin eru of nærri.“

Jóhannes teiknaði upp afstöðu- og útskýringarmynd og birti með færslunni. Mynd/aðsend

„Gestir lónsins hafa því kannski bara 20 mínútur til að koma sér í burtu, ef þeir eru heppnir. Ef þeir eru óheppnir nær fyrsta sprungan út í lónið, með tilheyrandi mannskaða,“ skrifar Jóhannes og bendir jafnframt á að miðað við upplýsingar sem fengist hafa að þá eru talsverðar líkur á að eðli gossins verði með öðrum hætti en þau sem hafa verið á síðastliðnum árum.

„Enn fremur þá kemur hraun aldrei upp á einum stað, heldur opnast mörghundruð metra langar sprungur og sprungulínan er í áttina að bláa lóninu. Þannig að ef það skyldi opnast 800 m löng sprunga í miðju landrissins, væri annar endinn aðeins 600m frá Bláa lóninu.“

Hér að neðan má sjá færslu Jóhannesar í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -