„Myndu almannavarnir rýma Bláa lónið ef þar væri íbúðabyggð,“ spyr Jóhannes Loftsson, verkfræðingur, stofnandi ábyrgrar framtíðar og formaður Frjálshyggjufélagsins, fylgjendur sína á Facebooksíðu sinni. Jóhannes er hugsi yfir opnun Bláa lónsins og að rekstri hótelsins skuli haldið opnum. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Bláa lónið opni aftur fyrir gesti í dag.
Færði sprungur af korti yfir loftmynd af Svartsengi
„Ég gerði mér að leik að leggja allar sprungur (gult) og gígamyndanir (rautt) af jarðfræðikorti af Svartsengi yfir loftmynd af Svartsengi. “
„Myndin sem blasir við er vægast sagt sláandi,“ segir Jóhannes og bendir á að Þorbjörn og öll austanverð dældin við Svartsengi sé morandi í sprungum.
„Sumar þessara sprunga eru mjög djúpar enda hluti af sprungusveiminn sem myndaði sigdældina í Grindavík. Ein sprungan er til dæmis 200 metra frá Norðurljósahótelinu og eins er stærsta sprungan sem er undir Grindavíkurvegi […] þar rétt við hliðin á.“
“20 mínútur er ekki einu sinni nóg til að forða fólki undan hrauni þaðan, og ef veður er óhagstætt fyrir gasmengun hafa menn kannski bara einhverjar sekúndur, og hugsanlega gæti enginn komist undan,“ bætir hann við.
Bláa lónið og hótelið
„Þeir sluppu með skrekkinn síðast,“ ritar Jóhannes og bendir á að fyrirvarinn hafi verið talsvert styttri en ætlað hafi verið. Hann bendir á að tuttugu mínútum eftir að viðvörunarbjöllur á svæðinu hafi hringt voru gestir verið komnir út á bílaplan.
Jóhannes veltir fyrir sér ýmsum atriðum eins og ef vindátt hefði verið önnur og gosið nær Bláa lóninu.
„Hvers konar rekstrarumhverfi er síðan á þessu hótel. Það hlýtur að vera ansi dýr rekstur að þurfa alltaf að vera að opna og loka hóteli og lóni? Endurgreiða miða, endurbóka gesti, og hugsanlega vera skaðabótaábyrgur gagnvart gestum ef illa fer. Ætli rekstraraðilar reikni slíka áhættu inn í , eða gefa þeir sér það bara að það sé ekkert mál að setja viðskiptavini og starfsmenn í augljósa lífshættu og kalla allt síðan bara „force mayor“ ef illa fer. Hvernig ætli rekstraraðlium hótelanna gangi að sannfæra dómstóla um að þeir hafi verið eini aðilinn sem var grunlaus um hætturnar? Það er ekki hægt að spila sig vitlausan endalaust.“
Hér má sjá færslu Jóhannesar Loftssonar í heild:
Jóhannes hefur áður bent á þær ófarir sem geta skapast fyrir gesti Bláa lónsins.
Tengdar fréttir:
Jóhannes uggandi: „Gestir lónsins hafa því kannski bara 20 mínútur til að koma sér í burtu“