Jökull Andrésson, leikmaður Reading á Englandi, segir að félagið sé í tómu tjóni þessa daganna en það er um þessar mundir í þriðju efstu deild Englands.
Jökull hefur verið á mála hjá félaginu síðan árið 2018 en spilaði í sumar með Aftureldingu sem lánsmaður frá Reading. „Klúbburinn minn, þetta er einhver þvæla sem er í gangi þarna. Það er ekki búið að borga hita og rafmagn, oftast er ég ekki að fá launin mín á réttum tíma, sem er fáránlegt í þessu umhverfi,“ sagði Jökull í viðtali á DV um ástandið á klúbbnum.
Búinn að setja tvö félög á hausinn
Í viðtalinu greinir hann frá því að þegar hann mætti á undirbúningstímabilið í haust hafi æfingasvæðið verið eins og draugabær því það hafi verið búið að reka alla starfsmenn en stutt er síðan félagið var að berjast um að komast í ensku úrvalsdeildina. Jökull segir að Dai Yongge, eiganda félagsins, sé um að kenna og hann hafi sett tvo önnur knattspyrnufélög á hausinn.
Það verður forvitnilegt að sjá hvað Jökull tekur sér fyrir hendur en hann hefur farið ítrekað á lán á ferlinum sínum hjá Reading en hann hefur farið til sex mismunandi félaga á láni síðan hann skrifaði undir hjá Reading. Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið vel séðir hjá félaginu en bæði Gylfi Þór Sigurðsson og Brynjar Björn Gunnarsson áttu góði gengi að fagna með liðinu á sínum tíma.
Jökull hefur spilað einn landsleik á ferlinum og var það árið 2022 en Ísland hefur aldrei átt jafn marga góða markmenn til að velja úr.