- Auglýsing -
Íbúar á norðurlandi og suðurlandi mega búast við jólasnjó í dag en samkvæmt Veðurstofu Íslands er spáð austan 3 til 10 metrum á sekúndu og dálitlum éljum.
Í kvöld hvessir og þykknar upp á Suðurlandi með stöku éljum. Á morgun er spáð austan 5-13 m/s en 13-18 m/s syðst.
Búast má við lítilli snjókömu en léttskýjað verður á Vesturlandi. Frost verður á bilinu 2 til 13 stig, kaldast innanlands.