Það er óhætt að segja að það sé erfitt að vera Grindvíkingur í dag. Síðan bærinn var rýmdur fyrr í nóvember hefur verið mikið óvissuástand sem við kemur nánast öllu daglegu lífi vegna jarðskjálfta- og eldgosahættu. Hvort sem er það er skóli, vinna, heimili og svo mætti lengi telja. En eins og allir vita þá láta Grindvíkingar ekki vaða yfir sig á skítugum skónum, heldur betur ekki. Það styttist í jólin og er jólaandinn að hellast yfir bæjarbúa. Hanna Þóra Agnarsdóttir birti fyrr í dag skemmtilega mynd úr Grindavík en þar má sjá að byrjað er að setja upp jólaskraut í bæjarfélaginu.
Ljós í myrkrinu.