Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Jón Ásgeir um stofnun Bónuss: „Við ætluðum að vera tveir í þessu og kannski með tvo starfsmenn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við vorum búnir að pæla í því í einhvern tíma hvernig hægt væri að koma með eitthvað nýtt inn á matvörumarkaðinn og við lágum yfir þessu á eldhúsborðinu. Pabbi hafði verið með snefil af ódýrum vörum í Austurveri; það var svona „afsláttarþurrvörumarkaður“ og við lögðum upp með þennan einfaldleika,“ segir Jón Ásgeir um það hvernig Bónus varð til en rætt er við Jón í nýju helgarblaði Mannlífs.

„Við ætluðum að vera tveir í þessu og kannski með tvo starfsmenn og þá gætum við lifað af þessu. Það tók nú tíma að finna húsnæði og koma þessu af stað en það small saman. Það var mikil vinna í undirbúningnum. Við ætluðum að nota tæknina til hins ýtrasta eða þá tækni sem var til á þessum tíma með því að byrja með strikamerki. Þetta var fyrsta matvöruverslunin á Íslandi sem byrjaði með strikamerki. Áður var fólk að slá öll verð inn á afgreiðslukassana. Þannig að við fórum út í þá tækni og þurftum að læra á þetta á meðan búðin var opin. Við föttuðum það korteri fyrir opnun að íslensku vörurnar voru ekki með strikamerki; þú þurftir sjálfur að líma strikamerkin á og síðan þurftir þú að muna upp undir 200 verð. Þú þurftir að slá inn númer á bönunum og slá inn númer á eplunum þannig að kassafólkið þurfti að muna um 200 númer. Þannig tókst þetta; þessi einfaldleiki. Það var takmarkaður opnunartími og ekkert skrifstofuhald. Og þannig var lagður grunnurinn að því að geta lifað af og selja ódýrt. Það er nefnilega ekkert mál að selja ódýrt; það eina sem þú gerir er að lækka verðið. Það er alltaf trikkið að lifa það af. Það eru alls konar hlutir sem þurfa að koma saman – innkaup eru stór þáttur í því en reksturinn er líka stór þáttur. Þannig að með þessari hugmyndafræði varð þetta til.“ Viðtalið við Jón Ásgeir má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -