Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráð- og sendiherra, er bæði sár og svekktur eftir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands virðast hafa reynt að hundsa hann við skipulagningu hátíðarsamkomu til heiðurs Eystrasaltsríkjanna. Hátíðin fer fram núna í vikunni og var Jóni ekki boðið fyrr en að Sighvatur Björgvinsson, fyrrum samflokksmaður Jóns, gerði athugasemd við að Jóni væri ekki boðið.
„Þeir sem hafa undirbúið fundinn hafa vitandi vits haldið Jóni Baldvini frá,“ segir Sighvatur í samtali við Fréttablaðið of finnst honum ólíðandi að Jón Baldvini hafi ekki verið boðið á hátíðina þar sem sá síðarnefndi hafi átt stóran þátt í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna fyrir 30 árum síðan.
Eftir að Sighvatur kvartaði til forsetaembættisins fékk Jón Baldvin loks sent boðsbréf í tölvupósti í fyrradag. Þar sem hann býr hins vegar á Spáni segist hann ekki getað þegið boðið með svo skömmum fyrirvara.
„Ég skil ekki af hverju menn eru svo lítilsigldir. Ég virðist vera í starfs- og framkomubanni,“ segir Jón Baldvin.