Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Jón er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Baldursson bridgemeistari er látinn. Jón lést aðfararnótt laugardags en greint er frá andlátinu á heimasíðu Bridgesambands Íslands. Jón fæddist þann 23. desember 1954. Hann var 68 ára.

Mynd frá Bridgesambandi Íslands

Jón spilaði sex hundruð landsleiki í bridge fyrir hönd Íslands og vann hann ýmsa titla til dæmis Generali master, heimsmeistarakeppni í blönduðum flokki, Transnational sveitakeppni en auk þess varð hann tvisvar sinnum Norður-Ameríkumeistari. Þá varð hann Norðurlandameistari fimm sinnum, síðast árið 2019.

Á heimsíðu Bridgesambands Íslands er Jón sagður hafa verið vafalaust besti bridgespilari Íslands fyrr og síðar. „Jón Baldursson er í “Hall of Fame” Evrópska Bridgesambandsins.
Við flytum Ellu, fjölskyldu Jóns og vinum samúðarkveðjur. Á sama tíma þökkum við fyrir allt það sem Jón gerði fyrir Bridge, Jón skilur eftir sig þekkingu inn í hreyfingunni byggða á getu, reynslu og sigurvilja,“ segir að lokum á heimasíðu Bridgesambandsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -