Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Jón gagnrýndur í þinginu vegna ummæla um flóttafólk: „Þessi málflutningur er með öllu óboðlegur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru harðorðir í garð Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, á Alþingi í gær og í dag. Var það vegna ummæla hans um stöðu í móttöku og málefnum flóttafólks á Íslandi, í samhengi við væntanlega móttöku flóttamanna frá Úkraínu.

„Þessi málflutningur er með öllu óboðlegur,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á þingfundinum í gær. Átti hún þar við ummæli sem dómsmálaráðherra viðhafði á dögunum um að flóttafólk sem hér væri statt og neitaði að gangast undir PCR próf myndi hugsanlega teppa móttöku úkraínskra flóttamanna.

Helga Vala sagði að með þessu væri dómsmálaráðherra að stilla upp hópum, hvorum á móti öðrum. „Stuðning við flóttafólk frá Úkraínu má ekki nota til þess að grafa undan öðru flóttafólki sem einnig hefur flúið neyð. Jafnvel sömu neyð, þótt það kunni að vera annarrar trúar eða af öðrum kynþætti.“

 

Nýtt útlendingafrumvarp 

Jón boðaði síðan nýtt útlendingafrumvarp í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Sagði hann að von væri til að frumvarpið myndi „leysa þau brýnu mál“ og átti þar við móttöku flóttafólks vegna stríðsins í Úkraínu.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði á þingfundi í dag að það væri „ógeðslegt“ af dómsmálaráðgerra að ætla sér að nota stríðið í Úkraínu sem afsökun til að vísa öðrum flóttamönnum á götuna í Grikklandi. Ástandið í málefnum og aðbúnaði flóttamanna í Grikklandi er sagt í miklum ólestri og hefur verið um langa hríð.

- Auglýsing -

Jón Gunnarsson sagði að neyðarástand ríkti hjá Útlendingastofnun. Hann fullyrti einnig að mörg lönd hefðu áhyggjur af því að fólk sem „hefði ekki heilindin með sér“ væri að „nota þetta tækifæri til að komast inn í Evrópu.“

 

Sjálfstæðisflokkurinn með dagskrárvald

Dómsmálaráðherra hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín úr ýmsum áttum. Á þingfundinum í morgun tóku þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, undir orð Andrésar Inga.

- Auglýsing -

Þórhildur Sunna sagði til að mynda að Jón ætti að gæta orða sinna áður en hann egndi viðkvæmum hópum upp á móti hver öðrum. Logi Einarsson sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hefði algjört dagskrárvald í þessum málaflokki. Ef frumvarpið kæmist í gegn væri það á ábyrgð Framsóknarflokksins og Vinstri grænna.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -