- Auglýsing -
Jón Gnarr tilkynnti í kvöld að hann hafi ákveðið að taka slaginn og bjóða sig fram til embættis forseta Íslands.
Listamaðurinn og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr tilkynnti í myndskeiði í kvöld á samfélagsmiðlum sínum, að hann ætli sér að taka skrefið og bjóða sig fram til forseta Íslands. Í myndskeiðinu sagði hann meðal annars að forsetaembættið væri frekar lífstíll en starf. Hér fyrir neðan má sjá myndskeiðið:
View this post on Instagram