Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Jón Gnarr hefur það rólegt með fjölskyldunni á afmælisdaginn: „Ekkert spes i gangi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er akkurat enginn annar en einmitt Jón nokkur Gnarr. Er borgarstjórinn fyrrverandi 56 ára í dag.

Ekki er hægt að hafa bara einn titil á Jóni Gnarr því hann er töluvert meira en aðeins fyrrverandi borgarstjóri. Afmælisbarnið er grínisti, handritshöfundur, leikari og rithöfundur. Fleiri titla má sjálfsagt smella á hann en látum þetta duga. Í raun er algjör óþarfi að kynna hann sérstaklega, það þekkir hann hvert mannsbarn hér á landi og reyndar víðar.

Mannlíf hafði samband við Jón og spurði út í afmælisdaginn og hvort hann stefndi á að halda upp á hann á einhvern hátt.

„Ég er bara í rólegheitum með familíunni. ekkert spes i gangi,“ svaraði Jón.

Aðspurður hvort hann væri með eitthvað á prjónunum á næstunni, sagði hann lítið um að vera, þannig séð. „Sko, það er allt svona frekar rólegt. Ég er með Kvöldvökur í Borgarleikhúsinu,“ svaraði Gnarrinn.

En hvernig fannst honum Skaupið sem hann sjálfur lék í?

- Auglýsing -

„Mér fannst Skaupið fínt.“

Mannlíf óskar Jóni Gnarr innilega til hamingju með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -