Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Jón Gnarr kominn með góðar hugmyndir fyrir Kosningavaktina: „Er bannað að gera mistök?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Kominn með fullt af góðum hugmyndum fyrir Kosningavaktina, þar sem Georg Bjarnfreðarson „leiðréttir“ kjörseðla, reynir að kjafta sig útúr því, þegar upp kemst, en nær að klína því á Ólaf, sem að lokum biður þjóðina afsökunar.“

Svo hljóðar tíst frá Jóni Gnarr á Twitter og hefur það að vonum fengið góðar undirtektir. Miðað við athugasemdir við tístið eru ansi margir sem gjarnan myndu vilja sjá aðra Vaktaseríu.

„Mín heitasta ósk er önnur sería. Bara plís. Það er það sem þjóðin þarf eftir eldgos, covid og kosningarugl,“ segir Ásdís Inga til dæmis.

Helga Vala Helgadóttir, þingkona, er hrifin af hugmyndinni:

„Jáhh nú bara verðum við að fá Georg og þingvaktina takk!“

Ásgeir Berg vill meina að hægt sé að nota ummæli beint frá formanni yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, fyrir Georg Bjarnfreðarson:

- Auglýsing -

„„Er bannað að gera mistök?“ eða hvernig sem formaður yfirkjörstjórnar orðaði þetta gæti hafa komið beint úr munni Georgs.“

Aðalheiður Ámundadóttir tekur undir:

„Maðurinn, sem er bæði formaður yfirkjörstjórnar og héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjanes, spurði blaðamann: Er ólöglegt að gera mistök?“

- Auglýsing -

Jón Gnarr gefur svo fólkinu smjörþefinn af því sem það vill í dag, með myndbandi á Twitter. Þar sitja þeir Pétur Jóhann Sigfússon, meðleikari Jóns úr Vaktaseríunum, andspænis hvor öðrum og bregða sér í hlutverk þeirra Georgs Bjarnfreðarsonar og Ólafs Ragnars:

„Er bannað að gera mistök?,“ segir Jón í hlutverki Georgs.

„Öhh… nei.. afhverju?,“ svarar Pétur sem Ólafur Ragnar.

„Er BANNAÐ að gera mistök?!,“ spyr Jón með tilþrifum.

„Nei…,“ svarar Pétur aftur.

Að því loknu skellihlæja þeir félagar.

 

Jón Gnarr útskrifaðist nýverið með MFA gráðu í sviðslistum frá Listaháskóla Íslands, en eflaust þykir mörgum spennandi að fylgjast með því hvað hann tekur sér fyrir hendur næst. Aðdáendur Vaktaseríanna virðast í það minnsta halda niðri í sér andanum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -