Jón Gunnar Ottósson er látinn, 72ja ára að aldri. Jón Gunnar var fyrrum forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands og var ötull unnandi íslenskrar náttúru. Starfaði hann einnig við rannsóknir á henni í fleiri ára tugi.
„Elsku pabbi minn – og okkar allra sem kölluðum hann það – er látinn,“ greinir Auður dóttir Jóns Gunnars frá.
Jón Gunnar var kvæntur Margréti Frímannsdóttur fyrrum alþingismanni. Hann lætur eftir sig þrjú börn úr fyrra hjónabandi sínu með Sigríði Halldórsdóttur Laxness. Þau Auði Jónsdóttur, Rannveigu Jónsdóttur og Ara Klæng Jónsson.
Stjúpbörn Jóns Gunnars eru Áslaug Hanna Baldursdóttir og Frímann Birgir Baldursson.
Mannlíf vottar aðstandendum Jóns Gunnars Ottóssonar samúð.