Niðurstöður úttektar endurskoðunarfyrirtækisins KPMG á greiðslum til Jóns Jónssonar, fyrrverandi nefndarmanns í hreppsnefnd Strandabyggðar, hafa nú verið kunngjörðar. Jón Jónsson er þar hreinsaður af öllum ásökum um fjárdrátt.
„Nú liggur fyrir skýrsla frá KPMG um greiðslur úr sveitarstjóði sem tengjast sjálfum mér, fyrirtækjum sem ég á eða sat í stjórn hjá á meðan ég var í sveitastjórn 2010-14 og í samtals eitt og hálft ár á árabilinu 2019-22. Niðurstaða hennar er afdráttarlaus og hreinsar mig þeim ásökunum um sjálftöku fjármuna úr sveitarsjóði, sem ég hef þurft að sitja undir síðustu misseri og ár.“ Þetta segir Jón Jónsson í Facebook-færslu fyrir stundu. Og hann heldur áfram: „Þessar ásakanir eru m.a. settar fram í dæmalausum pistli Hrafnhildar Skúladóttur íþrótta- og tómstundafulltrúa Strandabyggðar frá 18. október 2023 og í bréfi manns hennar Þorgeirs Pálssonar sveitarstjóra og oddvita til sinnar sveitarstjórnar frá 8. nóvember 2023. Þar fullyrðir hann við sína hreppsnefnd að það sé innistæða fyrir allri þeirri lygaþvælu sem sett er fram í pistli Hrafnhildar og bætir svo um betur með frekari ósannindum og ásökunum.“
Segist Jón í færslunni hafa ýmislegt um skýrsluna að segja.
Það er reyndar bara setan í stjórn Strandagaldurs og sveitarstjórn sem skarast, frá nóvember 2018, þegar ég gekk aftur til liðs við stjórnina eftir 12 ára hlé, eftir ótímabært andlát vinar míns Sigga Atla. Ég hef svo aldrei setið í stjórn Sauðfjárseturs á Ströndum,, en var í stjórn Félags áhugamanna um Sauðfjársetur á árabilinu 2002-2007, áður en sjálfseignastofnunin varð til. Þá var ég ekki í hreppsnefnd. Reyndar er líka fjallað um eina styrkinn sem ég sjálfur eða fyrirtæki í minni eigu hafa nokkurn tíma fengið frá sveitarfélaginu í skýrslunni, 80 þúsund, snemma árs 2018. Þá var ég heldur ekki í hreppsnefndinni.“
Að lokum segist Jón ekki ætla að tjá sig meira um málið í bili, fyrst ætli að hann sjá viðbrögð sveitarstjórnar Strandabyggðar.