Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Jón Kristinn ósáttur: „Vil ég biðja þá liðhlaupa og gerfi sjálfstæðismenn að henda mér af FB sinni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Kristinn Snæhólm stjórnmálafræðingur skrifar um eftirmála forsetakosninganna og biður „liðhlaupa og gerfi sjálfstæðismenn“ að henda sér af Facebook.

Stjórnmálafræðingurinn Jón Kristinn Snæhólm er síður en svo ánægður með sinn gamla flokk, Sjálfstæðisflokkinn en hann skrifaði Facebook-færslu í morgun þar sem hann fer yfir eftirmála forsetakosninganna.

Jón Kristinn studdi Baldur Þórhallsson í forsetakosningunum en í færslunni óskar hann Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn en skýtur á sama tíma fast á Sjálfstæðismenn sem margir hverjir höfðu lýst yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur:

„Eftirmáli forsetakosninga!

Um leið og ég óska Höllu Tómasdóttir hjartanlega til hamingju með sigurinn vil ég biðja þá liðhlaupa og gerfi sjálfstæðismenn að henda mér af FB sinni.“

Því næst segir Jón Kristinn að Sjálfstæðisflokkurinn sé eins og „pólitískur þurfalingur á Þjóðminjasafninu“: „Nú skil ég loksins afhverju XD hangir í 18% einsog pólitískur þurfalingur á Þjóðminjasafninu. Engin væntumþykja gagnvart Sjálfstæðisstefnunni og grunngildum flokksins hjá þessu fólki.“

- Auglýsing -

Þá segir stjórnmálafræðingurinn dagfarsprúði að Hannes Hólmsteinn Gissurarson sé búinn að henda sér af vinalista sínum á Facebook. „Hannes Hólmsteinn hefur þegar hennt mér úr úr sínum vinahópi enda bólusettur fyrir sannleikanum um sjálfan sig.“

Að lokum sendir hann Baldri Þórhallssyni falleg skilaboð: „Við komum, sáum og sigruðum. Manngildi, mannúð og mannréttindi sigruðu því þau voru sett á oddinn.

Mundu Baldur “ að vondir hlutir gerast þegar góðir menn aðhafast ekkert“.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -