Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Jón Ólafs eyðir stórafmælinu með fjölskyldunni: „Svona einfalt og náið og gott“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Ólafsson bassaleikari á stórafmæli í dag en eru áratugirnir nú orðnir 7 talsins. Varla finnst sá hljóðfæraleikari sem hefur spilað með fleiri hljómsveitum á Íslandi, þótt víðar yrði leitað. Samkvæmt glatkistan.is hefur Jón leikið með á þriðja tug banda um ævina. Þær þekktustu eru Sonet, Start, Tatarar, Ástarkveðja, Drýsill, Póker, Pops og Pelican.

Mannlíf bjallaði á stórafmælisbarnið og heyrði í honum hljóðið. Var hann fyrst spurður út í afmælisdaginn.

„Ég ætla bara að vera með börnum og barnabörnum, svona allra innsta hring. Svona einfalt og náið og gott.“

Aðspurður hvort hann sé að bardúsa við eitthvað á næstunni sagði Jón að það væri allt að fara í gang aftur eftir Covid. „Það er allt að fara í gang aftur eftir Covid, sem hægði á öllu. Ég var að spila á Blúshátíðinni sem var bara eitt kvöld, núna 13. apríl. Ég spilaði þar með nýrri hljómsveit sem ég stofnaði í haust. Hún heitir Bláa höndin.“

Blaðamaður Mannlífs fanns sig knúinn af einhverri ástæðu, að spyrja Jón hvort hann hyggðist fara til útlanda á næstunni eins og meirihluti þjóðarinnar virðist ætla að gera. „Já mig langar að fara til London í september, mér finnst það svo góður tími.“

Að lokum var Jón spurður út í fjölda hljómsveita sem hann hefur verið með en nákvæm tala er nokkuð á reiki eins og gefur að skilja. „Ég hef nú ekki tölu á því en ætli það séu ekki svona 10-20, held ég. Þetta er auðvitað orðinn svolítið langur tími. Í sumum var ég nokkuð lengi eða í nokkur ár. En nú er þetta orðið þannig að menn eru í mörgum hljómsveitum á sama tíma. Þetta er mjög breytt, í gamla daga voru menn bara í sínu bandi, í sínu liði, með sína áhangendur. Þetta er mjög breytt allt saman.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -