- Auglýsing -
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra boðar hertar reglur þegar kemur að móttöku flóttafólks hér á landi. Hann segir flæðið stjórnlaust og bregðast þurfi við tafarlaust.
Frá áramótum hafa ríflega 3.000 sótt hér um hæli. Um sjö hundruð koma frá Venesúela en langflestir koma frá Úkraínu, eða næstum tvö þúsund manns. Á sama tíma og það verði að hafa mannúðarsjónarmið að leiðarljósi þá sé nú brýnt að bregðast við auknum fjölda hælisleitenda með hertum reglum.
„Við verðum að bregðast við þessu með einhverjum hætti, við getum ekki látið þetta vera stjórnlaust eins og það er í dag. Við erum í raun og veru með rýmri reglur hér fyrir það fólk sem er að leita til landsins í móttöku á því sem að gerir það að verkum að það dregur hingað fleiri heldur en hlutfallslega kemur til annarra landa, og það er vegna þess lagaumhverfið okkar er ekki sambærilegt við það sem er hjá löndunum sem við erum að bera okkur saman við í Evrópu,“ segir Jón.