Föstudagur 25. október, 2024
5.2 C
Reykjavik

Jón segir kerfið hafa brugðist syni sínum sem lést á Stuðlum: „Geiri var einstaklega ljúfur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón K. Jacobsen missti Geir Örn Jónsson, 17 ára son sinn, þann 19. október í eldsvoðanum á Stuðlum en Jón opnar sig um brunann, baráttuna við kerfið og líf sonar síns í viðtali við Heimildina.

Í viðtalinu lýsir Jón því að hann hafi í mörg ár reynt að fá aðstoð frá kerfinu til að hjálpa syni sínum en þegar hann var ungur að árum við hann stimplaður sem óþekkur strákur. Hann hafi fengið slíkt strax í fyrsta bekk.

„Þegar ég reyndi að fá viðunandi stuðning fyrir hann var alltaf talað um að það væru ekki til peningar. Hann var fluttur milli bekkja, það var eitt ráðið. En svo fékk ég að vera í skólanum með honum í nokkra daga, þá var hann níu ára. Við kölluðum þetta starfskynningu. Ég skipti mér ekkert af, fylgdist bara með. Það gekk svona glimrandi vel. Hann var eins og þegar hann var heima. Fjörugur vissulega en ekki að gera neitt af sér. Hann var öruggur þegar ég var á staðnum. Nokkrum dögum seinna sagði Geiri við kennarann sinn að hann þyrfti ekki lengur að hafa stuðningsfulltrúa. Hann virðist loksins hafa upplifað öryggi,“ sagði Jón við Heimildina. Geir hafi þó farið aftur í sama farið nokkrum mánuðum seinna.

Fjörugur og skemmtilegur

„Geiri var með tengslaröskun eins og svo mörg börn og unglingar sem glíma við fíknivanda. Hér er lítið sem ekkert hugað að þessu. Það skortir klíníska meðferð fyrir börn sem eru með tengslaröskun eða tengslavanda. Það verður að fara í grunninn. Þú byggir ekki upp heilbrigt líf án þess að gera við götin,“ en Geir ánetjaðist fíkniefnum fyrir tæpum tveimur árum.

Geiri var mjög fjörugur strákur, uppátækjasamur, skemmtilegur og einstaklega ljúfur.“

Jón og Katrín, uppeldismóðir Geirs, hafa tekið þá ákvörðun að halda minningarathöfn um hann og önnur börn sem hafa glímt við fíknivanda og látið lífið auk jarðarfarar. „Hún verður fyrst og fremst fyrir vini Geira. Þangað eru velkomin börn og ungmenni sem eru í neyslu, aðstandendur þeirra og við sem áttum börn sem dóu vegna þessa sjúkdóms munum sækja athöfnina. Minningarathöfnin verður fyrir þau sem ekki voru gripin og dóu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -