Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, telur að forystumenn KSÍ eigi að segja af sér í kjölfar frétta um að Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, hafi ekki verið valinn í íslenska landsliðið en reglur KSÍ banna Albert að spila fyrir Ísland vegna þess að hann sætir rannsóknar vegna kynferðisbrots. Þó spilaði Albert fyrir leiki Íslands gegn Ísrael og Úkraínu fyrr á árinu en þá bar KSÍ fyrir sig óskýru orðalagi í eigin reglum sem leyfðu Alberti að spila.
„Þetta er alveg furðulegt. Fyrirsvarsmenn KSÍ sem taka þá ákvörðun að hafa ekki besta íslenska leikmanninn með í landsleik ættu að skammast sín og helst að segja af sér trúnaðarstörfum fyrir sambandið,“ skrifaði Jón Steinar í athugasemdakerfi Mannlífs um málið
Ísland mun spila við England 7. júní og Holland 10. júní á heimavöllum þeirra.
Sjá nánar: Albert Guðmundsson ekki valinn í íslenska landsliðið