Þriðjudagur 7. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

Jóna lögfræðingur segir stúlkum byrluð ólyfjan með sprautum: „En afhverju varstu ekki í brynju?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hvað er að frétta hérna í útlandinu? Jú allt ágætt svona almennt nema ný byrlunaraðferð er að skjóta upp kollinum hér í Edinborg og Liverpool amk, þar sem það er bókstaflega verið að stinga konur með byrlunarefnum.“

Svona hljómar færsla Jónu Þ. Pétursdóttur á Twitter í gær. Jóna er lögfræðingur og ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttindamála hjá Sameinuðu Þjóðunum.

Færslu sinni til stuðnings sýnir Jóna skjáskot og myndir. Á einni myndinni, sem kemur frá Edinburgh Anonymous, samtökum sem birta nafnlausar frásagnir nemenda í Edinborg um kynferðisofbeldi, stendur:

„Við höfum heyrt höfum heyrt ótal frásagnir af nemendum sem lent hafa í því að vera byrluð ólyfjan með sprautu, á skemmtistöðum í Edinborg. Sprautan skilur eftir sig litla, rauða bólu á baki þeirra.

Einkennin eru svipuð því þegar einstaklingum er byrluð ólyfjan með töflum: skyndilegt ölvunarástand, sljóleiki og ógleði.“

Á annarri mynd gefur að líta frásögn stúlku sem varð vitni að slíkri árás á systur sína. Meðfylgjandi er mynd af baki systurinnar, þar sem sjá má rauðan blett.

- Auglýsing -

Hún biðlar til annarra stúlkna að fara varlega:

„Stelpur, vinsamlegast varið ykkur í kringum miðborg Liverpool.“

Hún segir frá því að hún, ásamt systur sinni, hafi verið á bar í miðbænum þegar einhverju var skyndilega sprautað í bak systur hennar. Systir hennar hafi fundið fyrir því þegar eitthvað stakkst inn í bakið á henni og var dregið út. Hún hafi orðið mjög hrædd og þær farið að skoða á henni bakið. Þar sáu þær ummerkin.

- Auglýsing -

Hún tekur það fram að málið sé undir rannsókn lögreglu og að systir hennar hafi ekki verið sú eina sem lenti í slíkri árás umrætt kvöld.

„Vinsamlegast passið að vera öruggar og nálægt vinum ykkar þegar þið farið út að skemmta ykkur, sérstaklega þegar þið eruð í kringum karlmenn sem þið þekkið ekki.“

Færsla Jónu vekur hörð viðbrögð á Twitter.

Ein athugasemd undir færslu Jónu hljóðar svo:

„Nú er bara að bíða og sjá hvernig fólk nær að koma ábyrgðinni yfir á konur. „Þú passaði upp á drykkinn þinn allt kvöldið. En afhverju varstu ekki í brynju?“

„Vá hvað þetta er scary,“ segir Ólöf Tara, meðlimur í baráttuhópnum Öfgum.

„Ömurlegt. Og samt eru þolendur alltaf vandamálið, einhvernveginn,“ segir Fríða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -