Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.7 C
Reykjavik

Jóna Símonía – Kjötsúpan var hátíðarmatur Íslendinga og rjúpan matur fátæka mannsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóna Símonía Bjarnadóttir var fyrsti gestur í hlaðvarpinu Jólaseríunni á dögunum.

Jóna er fróðari en margur um jólahefðir Íslendinga í aldanna rás. Hún segir að Þorláksmessa hafi á vissan hátt verið hátíðsdagur hér á árum áður. Hinsvegar hafi ákveðnar matarhefðir verið áberandi fyrir þennan dag, sem voru þess eðlis að fólk var ekki að gera sérstaklega vel við sig.

„Þetta var svona lokaundirbúningur fyrir jól. Þú fékkst kannski stundum eitthvað að borða sem var soðið upp úr hangikjötssoðinu en yfirleitt varstu að borða frekar lélegan mat þennan dag, þannig séð. Af því að þá var tilhlökkunin líka meiri að fá góða matinn.“

 

Kjötsúpa var jólamatur

Lambakjöt var upphaflegur jólamatur Íslendinga.

„Hangikjötið er til dæmis ævaforn hátíðarmatur sem svo einhvern veginn fór að tengjast jólunum mjög. Maturinn okkar byggist náttúrulega á því hvernig við gátum geymt hann.

- Auglýsing -

Almennt vorum við að borða súrmat yfir veturinn, eða þá eitthvað sem var reykt. Svo kemur náttúrulega saltið og þá er farið að salta mat.

En við Íslendingar höfum verið frekar íhaldssöm í jólamat. Það var þannig í gamla bændasamfélaginu að ef þú áttir kind til að slátra þá slátraðir þú henni fyrir jólin, þannig að þú fékkst nýtt kjöt. Í kjötsúpu yfirleitt. Þannig að kjötsúpan var svolítið hátíðarmaturinn og tilbrigði við þennan venjulega mat sem þú annars fékkst. Ef þú áttir kálf þá slátraðir þú honum og notaðir í súpu.“

Hér kennir ýmissa grasa. Mynd/skjáskot RÚV.

Svo komu ofnarnir

„Mér skilst að fyrst þegar menn voru að veiða rjúpu, þeir sem áttu ekki eittvað til að slátra til jólanna, notuðu þeir rjúpuna í súpu. Þetta snerist um það að hafa nýtt kjöt á jólum, þá yfirleitt í kjötsúpu og svo hafðirðu með brauðmetið og það. Þú fékkst skammtað til jólanna þessum hefðbundna mat. Þannig að ég hef gjarnan sagt að ef við ætlum að halda okkur við gamla hefð, þá myndum við hafa kjötsúpu.

- Auglýsing -

En svo koma ofnar til sögunnar. Eldavélar með ofnum. Þá fórum við að hafa læri og hrygg, með þykkri, brúnni sósu og brúnuðum kartöflum og svona. Þetta var algjör bylting fyrir fólk sem hafði lifað báða þessa tíma. Þarna fórstu að baka meira. Smákökur og svona. Um tíma voru íslensk jól bara tertur. Tertujól skiptu meira máli en maturinn. Svo förum við náttúrulega að taka inn ýmis önnur dýr, sem hafði verið áður. Á miðöldum voru menn að borða svín og ýmislegt. En hjá Íslendingum var þetta lambið, gamla góða, og svo kom svínahamborgarhryggurinn og það allt frá Danmörku. Kom aftur inn.“

Fjórar rjúpur. Mynd/skjáskot RÚV.

Veiddir rjúpu ef þú áttir ekki annað

Jóna segir að rjúpan, sem um árabil hefur verið vinsæll jólamatur, hafi upphaflega verið nokkurs konar jólamatur fátæka mannsins.

„Rjúpan var náttúrulega aðgengileg víðast hvar. Þannig að þú gast farið og veitt og þurftir ekki leyfi til að ná þér í rjúpu í matinn. Þannig að þú gast fengið nýmetið. Og þá fórstu og gerðir það, því það hefur væntanlega ekki verið neitt dapurlegra en það að um jól hjá fátæku fólki hefðu þau ekkert til jólanna annað en þá kannski bara þennan hefðbundna mat sem þú fékkst dagsdaglega. Og fékkst þá kannski lítið af honum. Bara þessi hefðbundni súrmatur og svo kannski harðfiskur. Hann kom svolítið í staðinn fyrir brauðið.

Þannig að það sem skipti svo miklu máli hér áður og fyrr var það að jólin voru góður matur, birta og svo náttúrulega jólagjafir þegar fram í sækir. Þegar þú ferð einfaldlega að geta verslað jólagjafir.“

Hér fyrir neðan má hlusta bæði og horfa á fyrsta þátt Jólaseríunnar í heild sinni:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -