Maðurinn sem fannst látinn innarlega í Eyjafirði á laugardagskvöld hét Jónas Vigfússon. Lætur hann eftir sig eiginkonu, tvær uppkomnar dætur og sjö barnabörn.
Viðbragðsaðilum barst beiðni um aðstoð á laugardagskvöld en þá hafði Jónas verið við smalamennsku hátt upp í hlíðum Hagárdals að norðanverðu. Lögreglan sagði að afar erfiðlega hafi gengið að komast til hans og vegna misvinda í dalnum og mikils uppstreymis var ekki hægt að notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem mætt var á staðinn.
Ekki er vitað um tildrög atvikins.
Jónas, sem var fæddur árið 1951, var bóndi á Litla-Dal í Eyjafjarðarsveit. Áður hafði hann verið sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, Hrísey og á Kjalarnesi.