Sunnudagur 22. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Síðasti líflátsdómurinn á Íslandi – Setti rottueitur í skyr bróður síns og kenndi manni sínum um

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt fallegt laugardagskvöld ákvað Júlíana Silfa Jónsdóttir að bjóða 48 ára bróður sínum, Eyjólfi Jónssyni, í heimsókn til sín á Brekkustí 14 í Reykjavík. Júlíanna bauð honum upp á gómsætt skyr. Eyjólfur grunaði ekki hvað lá að baki. Um nóttina fékk hann heiftarleg uppköst. Honum hafði verið byrlað. Ástæðan var sú fáránlegasta.

Eyjólfur átti sparisjóðsbók með nokkrum hundruð krónum  sem hann geymdi hjá systur sinni. Hann var einhleypur verkamaður og átti hann heima á Vesturgötu í Reykjavík. Júlíönu sárvantaði peninga og greip hún til illvirkis. Hún hafði komið fyrir rottueitri í skyr Eyjólfs til að hafa af honum sparisjóðsbók hans. Heimskringla greinir frá atvikinu sem varð árið 1913:

Eyjólfur heimsótti systur sína laugardagskvöldið 1. þ.m., hafði verið við jarðvinnu suður á Melum og var á heimleið. það var á sjötta tíma. Bauð hún honum skyr og þá hann það. En eitthvað óbragð þóttist hann finna að því, og hafði orð á. Hún kvað það koma af brennivíni, sem í það hefði farið og jós yfir skyrið sykri. Át hann það þá og gekk svo út, snæddi kvöldverð og kom heim til sín kl. að ganga 9. Litlu síðar fékk hann uppköst og héldust þau til kl. 3 um nóttina. Heimilisfólkið, sem stundaði hann í þessum veikindum, veitti þvi eltirtekt, að það, sem upp úr honum kom, lyktaði mjög illa, og að af því lýsti eins og maurildi.

Eyjólfur var hressari daginn eftir og hélt hann heim til Júlíönu. Hann ætlaði sér að sækja kistu sem hann átti geymda hjá henni. En þegar hann skoðaði í kistuna vantaði sparisjóðsbók hans sem innihélt rúmar 700 krónur. Eyjólfur sótti liðsauka og fór aftur til systur sinnar og krafðist þess að fá bókina afhenta. Að lokum fékk hann sína peninga.

Eyjólfur hélt aftur til vinnu næstu tvo daga og amaði ekkert að honum þar til á þriðjudagskvöld þegar hann varð varð hann skyndilega veikur. Lét hann lækni vita af skyrátinu. Hann var fluttur á spítala og lést  þar skömmu síðar. Eitrun varð Eyjólfi að bana.  Júlíanna var hneppt í varðhald þar sem húin játaði gjörðir sínar. Sagði hún þetta hafa verið hugmynd sambýlismanns síns, Jóns Jónssonar.

Fram kemur í bókinni Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenzkum málum að Júlíana var kærð fyrir manndráp og dæmd til lífláts. Eiginmaður hennar var ákærður fyrir hlutdeild í manndrápinu og var honum aðeins gert að greiða lága upphæð.

- Auglýsing -

Júlíana var niðubrotin í réttarhöldunum, grét gjarnan hástöfum. Hún fullyrti að Jón hefði eggjað hana til morðsins og að hún sjálf væri geðveik. Geðlæknir vitnaði hins vegar um að Júlíana væri sakhæf. Hjónin voru í varðhaldi fram á vorið og bæði báru þau sig illa. Þau hegðuðu sér sem geðveik væru en fangaverðirnir voru ekki trúaðir á það.

Á Kleppi til æviloka

Þann 24. apríl árið 1914 voru dómarnir loks kveðnir upp. Jón var sýknaður vegna skorts á sönnunargögnum en úrskurðaður geðveikur og færður beint á Kleppsspítala. Júlíana var hins vegar dæmd til dauða og sá dómur staðfestur í landsyfirrétti. Tæpu ári síðar var dómurinn staðfestur af Hæstarétti í Kaupmannahöfn en konungur mildaði dóminn úr lífláti í ævilanga fangelsisvist. Haustið 1919 var hún loks náðuð af konungi og lifði hún
í tólf ár eftir það. En allan þann tíma var hún veikluð á líkama og sál. Jón Jónsson lést þetta
sama ár, 1931, sem vistmaður á Kleppsspítala.

Dómurinn yfir Júlíönu var seinasti líflátsdómurinn hér á landi. Hins mikla dugnaðarmanns, Eyjólfs, var sárt saknað og skildi hann eftir sár í hjörtum náinna vina og fjölskyldu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -