Íþróttafélagið KA á Akureyri hefur dæmt til að greiða Arnari Grétarssyni, fyrrverandi þjálfara félagsins, 8,8 milljónir króna auk dráttarvaxta en dæmt var í málinu í gær í Héraðsdómi Norðurlands eystra. KA þarf einnig að borga Arnari tvær milljónir króna í málskostnað. Arnar fór í mál við félagið fyrr á árinu en hann taldi sig eiga inni bónusgreiðslur hjá félaginu vegna árangurs sem félagið náði undir hans stjórn. Arnar, sem þjálfar Val, núna þjálfaði KA í rúm tvö ár og náði frábærum árangri með félagið og endaði liðið í 2. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu árið 2022 og vann því sér inn sæti í Sambandsdeildinni, sem er á vegum UEFA.