Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Kæra á hendur Vítalíu felld niður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vítalía Lazareva getur nú um frjálst höfuð strokið þar sem héraðssaksóknari hefur fellt niður kæru á hendur henni en hún var sökum um tilraun til fjárkúgunar á hendur þeim Ara Edwald, Þórði Má Jóhannessyni og Hreggviði Jónssyni. Rúv hefur þetta eftir lögmanni Vítalíu.

Þrímenningarnir kærðu Vítalíu fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins en Arnar Grant, einkaþjálfari þeirra og fyrrum ástmaður Vítalíu, var aukreitis kærður fyrir aðild að málinu og hafði réttarstöðu sakbornings.

Málið kom upp eftir að Vítalía kærði mennina þrjá fyrir kynferðisbrot sem átti að hafa gerst í sumarbústaðaferð í Skorradalnum en héraðssaksóknari felldi það mál niður nýlega. Hún hefur kært þá ákvörðun.

Eftir að Vítalía sagði frá meintum brotum mannanna í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur, létu þeir allir af störfum.

Ekki náðist í Vítalíu við gerð fréttarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -