Kristinn Hrafnsson tekur undir orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um nýja þjóðaröryggisstefnu stjórnvalda.
Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson segir í nýrri færslu á Facebook að hann taki undir orð Ingibjargar Sólrúnar um hinu nýju þjóðaröryggisstefnu stjórnvalda sem kynnt var í gær. Kallaði Ingibjörg stefnuna „Marklaust plagg“. Kristinn gengur hins vegar skrefi lengra og segir stefnuna ekki aðeins „aumlegt og óboðlegt orðasalat heldur að skálkaskjól til afsals valds“.
Þá kallar ritstjórinn Þjóðaröryggisráð Íslands „athlægilsvaka og fíflagangsfyrirbæri“ og segir að svo virðist sem það sé „kappsmál að gera þingið nauðsynjalaust fyrirbæri sem ætti bara að hittast einu sinni á ári til að álykta um íslenska tungu, þjóðarblóm og skógrækt.“ Spyr hann í lok færslunar hvort ekki þurfi að stofna þingræðisflokk til verndar lýðræðinu.
Færsluna má lesa hér:
„Hvað sem mönnum kann að finnast um Ingibjörgu þá er þetta hárrétt og líklegast hefði mátt taka dýpra í árinni. Þetta sé ekki bara aumlegt og óboðlegt orðasalat heldur að skálkaskjól til afsals valds. Mér sýnist sú hætta fyrir hendi að framkvæmdavaldið geti á grunni þessa aumingjaplaggs tekið veigamiklar ákvarðanir, til dæmis í utanríkismálum og sniðgengið þingið – sérstaklega ef málin eru send til afgreiðslu þessa athlægisvaka og fíflagangsfyrirbæris ÞÖRÍ (Þjóðaröryggisráðs Íslands).