Fimmtudagur 24. október, 2024
2.6 C
Reykjavik

Kalli í Pelsinum er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl J. Steingrímsson, oft kallaður Kalli í Pelsinum, athafnamaður, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 22. febrúar. Karl var 76 ára.

Karl fæddist í Reykjavík 19. mars árið 1947 og ólst upp í Vesturbænum. Karl var sonur þeirra Steingríms Kingenberg Guðmundssonar og Þórunnar Sigurðardóttur. Stundaði hann nám í Miðbæjarskólanum, Laugarnesskóla og seinna í Verzlunarskóla Íslands. Þá lék Karl knattspyrnu með KR og lék með fyrsta unglingalandsliði Íslands árið 1965.

Eftir útskrift úr Verzlunarskólanum vann hann hin ýmsu störf, allt þar til hann stofnaði sitt eigið félag með eiginkonu sinni árið 1976 og hófu þau sjálfstæðan rekstur sem Karl vann við til dánardags. Um nokkurra áratuga skeið var Karl umsvifamikill í fasteignaviðskipum en hann eignaðist til að mynda þekktar eignir í miðborg Reykjavíkur en má þar helst nefna Kirkjuhvoll, Austurstræti 16, Tryggvagötu 18, Skólabrú og Naustið. Þá átti hann einnig Garðatorg í Garðabænum. Þau hjónin opnuðu verslunina Pelsinn sem þau ráku í rúma fjóra áratugi.

Þá var Karl aukreitis virkur í félagsstörfum en hann var meðal annars formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks þegar félagið varð Íslandsmeistari bæði í meistarflokki kvenna og karla. Hann var einnig gjaldkeri í stjórn vináttufélags Ítalíu, formaður húsnefndar JCI-hreyfingarinnar á Íslandi og stóð auk annarra að styrktarframlagi og fjársöfnun fyrir húsnæði JCI við Hellusund 3 í Reykjavík.

Karl lætur eftir sig eiginkonu sína, Ester Ólafsdóttur en börn þeirra eru Pétur Albert, Aðalbjörg, Aron Pétur, Styrmir Bjartur, Karlotta og Hrafntinna Viktoría. Barnabörn Karls eru sextán.

Útför Karls fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 19. mars kl. 13.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -