Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Kanada í Eurovision: „Ástin á tónlist er alþjóðlegt fyrirbæri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Kanada bætist nú í hóp þátttökulanda í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þar sem bæði Ísrael og Ástralía eru á fleti fyrir. Martin Österdahl, framkvæmdastjóri keppninnar, staðfesti þetta í vikunni.

Fréttablaðið hefur eftir Österdahl að ástin á tónlist sé alþjóðlegt fyrirbæri og að sú list þekki engin landamæri heldur sameini fólk með einstökum hætti sem aðrar listgreinar megni ekki að gera. Hann segist spenntur að fá Kanadamenn til leiks og geta þannig „[deilt] þessari ótrúlegu keppni með kanadísku þjóðinni.“

Þótt þetta verði í fyrsta skipti sem Kanada tekur þátt í Eurovision hefur Kanada komið við sögu keppninnar áður, og það með eftirminnilegum hætti. Hin kanadíska Celine Dion kom nefnilega, söng og sigraði árið 1988, þegar hún söng lagið Ne partez pas sans moi, eða Farðu ekki án mín, fyrir hönd Svisslendinga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -