„Þetta er skemmtilegt, eða þannig. Kannski Fréttablaðið taki næst upp á því að lýsa líðan fólks á fylleríi? Það hefur verið talað um þessi efni sem hugsanlega lækningu við sjúkdómum en er ekki bara verið að lýsa þarna dópneyslu? – undir handarjaðri geðlæknis!“
Þetta segir Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður á Facebook og vísar í frétt Fréttablaðsins þar sem fylgst var með Ásdísi Olsen taka dóp, eða „hugvíkkandi efni“. Fréttablaðið neitar því ekki að Ásdís hafi verið í annarlegu ástandi eftir að hafa tekið dópið á leynilegum stað í nágrenni Reykjavíkur.
„Ég finn allar þessar stórkostlegu tilfinningar og ekki bara eins og maður heldur að tilfinningar séu, heldur […] ég hef oft talað um kærleika og þjónustu, en nú veit ég hvað það er,“ er haft eftir Ásdís en myndband af þessu uppátæki fylgir fréttinni.