Þriðjudagur 3. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Karen leitar að útlendingavandamálinu: „Hefur knúið áfram hagvöxt og efnahagslega þróun landsins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Karen Kjartansdóttir stjórnendaráðgjafi bendir á tölulegar staðreyndir þegar kemur að meintu „útlendingavandamáli“ sem flokkar á borð við Miðflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna hafa talað um í aðdraganda þingkosninga.

Bendir Karen, sem að undanförnu hefur verið dugleg að taka upp hanskann fyrir hælisleitendur og innflytjendur hér á landi, á að atvinnuþátttaka erlendra ríkisborgara á Íslandi, sé hærri en hjá innfæddum Íslendingum.

„Hvert er útlendingavandamálið? Part II

Þegar umsækjendur um alþjóðlega vernd (hælisleitendur) fá varanlegt dvalarleyfi á Íslandi fá þeir leyfi til að vinna, fá íslenska kennitölu og teljast til erlendra ríkisborgara í tölum Hagstofunnar. Þjónustan við þá fellur niður og þar með kostnaður hins opinbera.
Samkvæmt nýrri úttekt OECD (sept. 2024) er atvinnuþátttaka erlendra ríkisborgara á Íslandi sú hæsta meðal OECD-ríkja – hærri en hjá innfæddum Íslendingum!
Þessi þátttaka hefur knúið áfram hagvöxt og efnahagslega þróun landsins.“

Segir Karen að lokum að tjón yrði ef allt erlent vinnuafl yrði sent úr landi eða því fækkað mikið:

„Greining frá Samtökum atvinnulífsins (2019) sýndi t.d. að atvinnuþátttaka erlendra ríkisborgara var 94% í aldurshópnum 20-59 ára, á meðan hún var 79% hjá íslenskum – öflugur þáttur í uppbyggingu samfélagsins.
Og það yrðu nú einhverjar búsifjarnar í íslensku atvinnulífi og velferðarkerfi ef allt erlent vinnuafl yrði hér gert brottrækt eða því fækkað mikið.
Er ekki spurningin sem við þurfum að spyrja okkur; hvernig gerum við þetta vel?
Heimildir í athugasemdakerfi á Facebook.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -