Kári Árnason fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu er látinn 80 ára gamall en Akureyri.net greinir frá andláti hans. Kári fæddist á Akureyri árið 1944 og voru foreldrar hans Ingunn Jónsdóttir og Árni Friðriksson. Kári var einn af bestu knattspyrnumönnum Íslands á sínum tíma og varð meðal annars bikarmeistari með ÍBA árið 1969 en hann lék einnig með KA á sínum ferli. Þá spilaði hann 11 landsleiki með karlalandsliði Íslands í knattspyrnu. Ásamt því að vera knattspyrnumaður var Kári dáður íþróttakennari en hann starfaði sem slíkur alla sína starfstíð. Kári lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn.