Miðvikudagur 3. júlí, 2024
11.1 C
Reykjavik

Kári Garðarsson ráðinn framkvæmdastjóri S78: „Fullviss að hann sé rétt manneskja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samtökin ’78 hafa ráðið Kára Garðarsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Kári tekur við starfinu af Daníel E. Arnarsyni sem gegnt hefur stöðunni undanfarin sjö ár.

Kári Garðarsson er samkvæmt tilkynningu samtakanna menntaður íþróttafræðingur með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu. Hann kemur til Samtakanna ’78 eftir starf sem framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Gróttu, en þar leiddi Kári félagið í gegnum mikilvæga þróunartíma. Áður starfaði hann sem aðstoðarskólastjóri í Dalskóla í Reykjavík, þar sem hann öðlaðist verðmæta reynslu af stjórnunar- og menntamálum.

„Við erum afskaplega spennt að fá Kára til liðs við okkur,“ sagði Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna ‘78 um ráðningu Kára. „Samtökin hafa vaxið gríðarlega síðustu ár og við erum þess fullviss að hann sé rétt manneskja til þess að fylgja þeim vexti eftir. Kári hefur mikið fram að færa í baráttunni fyrir réttindum og sýnileika hinsegin fólks á Íslandi.“

Samtökin hafa þurft að glíma við bakslag undanfarin ár sem hefur orðið í baráttu hinsegin fólks á Íslandi og þá sérstaklega hjá trans fólki en má rekja slíkt til upplýsingaóreiðu sem andstæðingar trans fólks á landinu hafa reynt að skapa.

Ráðning Kára tók formlega gildi þann 1. júlí 2024.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -