Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Kári segir handboltann hafa bjargað geðheilsunni: „Heldur að þú sért bara að fara að deyja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Handknattleikskappinn Kári Kristján Kristjánsson greindist með æxli í baki árið 2012. Segir hann hreyfingu hafa bjargað geðheilsu hans.

Átakið Mottumars er í fullum gangi en þar eru karlmenn hvattir til að fara í krabbameinsleit reglulega. Í einu af kynningarmyndböndum átaksins segir Kári Kristján Kristjánsson frá því hvernig hreyfing, í hans tilfelli handboltinn, hafi bjargað geðheilsu hans þegar hann greindist með krabbamein í baki árið 2012. Hann er enn með æxlið, fer reglulega í skoðun og passar sig að hreyfa sig en hann segir það vera frí frá áhyggjum.

„Þetta gengur í stigum að þú verður hræddur og heldur að þú sért bara að fara að deyja og þú veist ekki neitt og í þessu ferli ertu kannski ekkert alltaf til í að vera að segja frá og alltaf að vera að tala um þetta,“ segir Kári í myndskeiðinu og heldur áfram: „Hreyfing eða íþróttin mín handbolti í þessu tilviki, ég myndi segja að það bjargaði eiginlega mjög stórum hluta af því að bara halda geðheilsunni, að geta einfaldlega fengið sér bara frí frá áhyggjum.“

Þá segir hann í lokin að hann vilji taka ábyrgð á eigin heilsu og ekki vera varamaður í eigin lífi.

Hægt er að kaupa Mottumars sokkana hér.

Hér má sjá myndskeiðið:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -