Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Karl Ágúst róast ekkert með aldrinum: „Er að vinna eins og húðarjálkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl Ágúst Úlfsson, einn ástsælasti leikari, leikstjóri og rithöfundur þjóðarinnar á afmæli í dag. Alls hefur jörðin snúist 65 sinnum í kringum sólina með Karli Ágústi innanborðs.

Afmælisbarnið hefur glatt þjóðina í áratugi með hnyttni sinni og list. Hvert mannsbarn þekkir eða á að þekkja Lífs-myndirnar, Nýtt Llf, Dalalíf og Löggulíf þar sem Karl Ágúst lék Danna á móti Eggerti Þorleifssyni sem lék Þór. Þá var hann einn meðlima Spaugsstofunnar um áraraðir en einnig hefur hann vakið athygli á ritvellinum sem og á leiksviðinu, bæði sem leikari og leikritaskáld.

Mannlíf heyrði í honum hljóðið og spurði hann út í afmælisdaginn, hvort hann ætlaði að halda sérstaklega upp á hann og þá hvernig.

„Nei, ég held ég bíði aðeins með það, það er svo mikið að gera. Ég ætla samt að skjótast í kaffi og drekka kaffibolla með dætrum mínum eftir smá. En svo held ég bara áfram að vinna.“

En hvað er Karl Ágúst að vinna við núna?

„Ég er að æfa leikverk, Beðið eftir Godot sem að Steinn Einarsson er að leikstýra. Það verður leiklesið í Borgarleikhúsinu í byrjun desember. Og svo er ég að vinna eins og … ég veit ekki hvaða orð ég þori að nota, vinna eins og húðarjálkur í að klára þýðingu mína á Hvað sem þið viljið eftir Shakespeare, sem er að fara í æfingu á þriðjudaginn kemur. Þannig að ég þarf virkilega að halda vel á spöðunum svo ég geti gert þær breytingar sem ég var búinn að ákveða í vinnustofu sem við vorum með í haust.“

- Auglýsing -

„Þannig að þú ert ekkert að róast með aldrinum?“

„Ég er alltaf að reyna það,“ svaraði Karl Ágúst og skellti upp úr. „Ég hef ekki náð umtalsverðum árangri ennþá.“

En afmælisbarnið er með fleira á prjónunum:

- Auglýsing -

„Síðan er ég alltaf að bíða eftir því að komast í rithöfundastólinn og komið mér almennilega fyrir í honum af því að ég þarf alltaf að vera að sinna einhverju öðru. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég ákvað að kveðja leikaraferilinn með sýningunni á Fíflinu. Það er eitt og annað sem ég þarf að ná að ljúka sem höfundur og vil endilega ná að klára á meðan ég hef enn heilsu til.“

Þess má geta að einungis er ein leiksýning eftir af Fíflinu en hún verður á laugardaginn næstkomandi og er sýnd í Tjarnarbíói.

Mannlíf óskar Karli Ágústi innilega til hamingju með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -