Föstudagur 25. október, 2024
0.4 C
Reykjavik

Karl Gunnlaugsson er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl Gunn­laugs­son, at­hafna- og akst­ursíþróttamaður er látinn. Hann lést á heim­ili sínu í Mos­fells­bæ aðfaranótt laug­ar­dags­ins 2. mars. Karl var 57 ára að aldri. Hann  fædd­ist 17. ág­úst árið 1966 í Reykja­vík og ólst upp í Smá­í­búðahverf­inu í Foss­vogi.

For­eldr­ar Karls voru Gunn­laug­ur Karls­son og Hall­dóra Páls­dótt­ir.

Hann var einn fyrsti ís­lenski kepp­and­inn í akst­ursíþrótt­um er­lend­is og tók þátt í fjölda keppna á götu­mótor­hjól­um er­lend­is á átt­unda og ní­unda ára­tugn­um sem og enduro- og spyrnu­keppn­um hér heima í kjöl­farið.

Morgunblaðið greindi frá.

„Karl vann fjölda Íslands­meist­ara­titla á ferli sín­um og var kjör­inn akst­ursíþróttamaður árs­ins árið 1991. Karl vann ýmis störf á sín­um ferli en stofnaði fljót­lega eigið fyr­ir­tæki, Karls Neon. Eft­ir far­sæl­an rekst­ur á því sviði stofnaði hann fyr­ir­tæki í kring­um áhuga­málið. Árið 1994 hóf Karl inn­flutn­ing á KTM-mótor­hjól­um sem hann sinnti til síðasta dags. Karl var far­sæll á sínu sviði og fjöl­marg­ir hafa stigið sín fyrstu skref í hjóla­mennsk­unni með heim­sókn til Kalla í KTM.

Karl var einnig at­kvæðamik­ill í fé­lags­starfi í kring­um íþrótt­ina. Hann kom að stofn­un Snigl­anna, bif­hjóla­sam­taka lýðveld­is­ins árið 1984 og bar Snigla­núm­erið #5. Hann sat í stjórn LÍA, Lands­sam­bands Íslenskra aksturíþrótta­manna, í all­mörg ár og í stjórn Vél­hjólaíþrótta­klúbbs­ins um ára­bil. Karl var enn­frem­ur einn hvata­manna að stofn­un MSÍ, Mótor­hjóla- og snjósleðasam­bands Íslands, sem er nú aðili að Íþrótta­sam­bandi Íslands. Var Karl formaður sam­bands­ins og sat í stjórn um ára­bil. Karl var mik­ill flugáhugamaður og vann meðal ann­ars að smíði eig­in flug­vél­ar og bygg­ingu flug­skýl­is við sum­ar­bú­stað sinn við Hekluræt­ur.

- Auglýsing -

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Karls er Helga Thorlacius Þor­leifs­dótt­ir. Börn þeirra eru Gunn­laug­ur og Stef­an­ía Rós. Afa­dreng­ir Karls eru þrír, þeir Karl og Emil Gunn­laugs­syn­ir og Hinrik Karl Ing­ólfs­son. Útför Karls verður aug­lýst síðar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -