Tveir karlmenn voru handteknir í nótt eftir stunguárás fyrir utan skemmtistað í Ingólfsstræti í nótt.
„Árásarþoli var fluttur með hraði á sjúkrahús þar sem hann fór samstundis í aðgerð vegna þeirra áverka sem hann hlaut. Þegar þetta er ritað er hann enn í aðgerð og ekki ljóst hvort viðkomandi er í lífshættu eða ekki. Gerendur verða yfirheyrðir síðar í dag,“ segir í dagbók lögreglu.
Karlmaður var handtekinn á Seltjarnarnesi í gær á stuttbuxum einum saman. Hann hafði haft í hótunum við ungar stúlkur og var undir miklum áhrifum áfengis. Hann gisti fangageymslu þar til hægt er að ræða við hann.
Mikið var um akstur undir áhrifum áfengis og annara vímuefna í nótt, einnig voru skráð tvö innbrot í dagók lögreglu.