Lögreglu barst tilkynning síðdegis í gær vegna manns í annarlegu ástandi í miðbænum. Maðurinn hafði ógnað gangandi vegfarendum og var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til rennur af honum. Síðar um kvöldið var lögregla kölluð í Hlíðarnar vegna tveggja manna sem höfðu ekki í nein hús að vernda. Fengu þeir því að gista í fangageymslu lögreglu.
Í Hafnarfirði var brotist inn í hús. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort þjófurinn hafi haft eitthvað á brott en málið var afgreitt á vettvangi. Skömmu síðar í sama hverfi var tilkynnt um umferðarslys þar sem bíll hafði oltið. Bíllinn skemmdist töluvert en sem betur fer slasaðist enginn í slysinu. Í Árbænum var annar þjófur á ferð en sá stal tölvubúnaði. Ekki er vitað hver var þar að verki en málið er í rannsókn. Þá sinnti lögregla einnig reglubundnu umferðareftirliti