- Auglýsing -
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn, grunaður um aðild að líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Club 203 í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Hann var einnig úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.
21 árs maður var stunginn sex sinnum með skrúfjárni ásamt því að vera barinn. Fórnalambið lenti í smávægilegum útistöðum við hóp manna fyrr um kvöldið.
Stjúpfaðir fórnalambsins ræddi málið við Mannlíf.