Eldri karlmaður lést síðdegis í gær á Skógaheiði eftir slys sem gerðist við notkun buggybíls. Þá segir í tilkynningu frá lögreglunni að lögregla, sjúkraflutningamenn og björgunarsveit hafi farið á vettvang auk þyrlu frá Landhelgisgæslunni. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi eftir að viðbragðsaðilar komu á svæðið. Lögregla rannsakar nú tildrög slyssins en tilkynningu frá lögreglu má lesa í heild sinni hér að neðan.
„Lögreglan á Suðurlandi fékk á fjórða tímanum í dag tilkynningu um alvarlegt slys sem átti sér stað við notkun buggybíls á Skógaheiði. Á vettvang fóru lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir auk þess sem þyrla landhelgissgæslunnar var kölluð til. Eldri maður var úrskurðaður látinn eftir komu viðbragðsaðila á slysstað.
Tildrög slyssins eru til rannsóknar.“