Föstudagur 25. október, 2024
5.2 C
Reykjavik

Karlmaður sýknaður af ákæru um nauðgun – Segir konuna hafa átt frumkvæði á köflum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karlmaður var sýknaður af ákæru um nauðgun í héraðsdómi Austurlands, þar sem ákæruvaldinu tókst ekki að sanna ásetning hans. Framburður bæði ákærða og brotaþola var metinn stöðugur og trúverðuðugur allan tímann, af dómnum.

Það var á haustkvöldi 2022 sem fólkið hittist á skemmtistað og lét þar vel hvort að öðru áður en þau fóru heim til hans. Óumdeilt er að kynlíf þeirra hafi hafist með vilja beggja en þegar á leið varð það talsvert harkalegt en orð stendur gegn orði þeirra um milli um hvað gekk þar á. Austurfrétt segir frá málinu.

Maðurinn var ákærður fyrir nauðgun en konan sagði hann hafa þvingað sig til samræðis og hafa beitt hana ofbeldi á sama tíma. Hann hafi slegið hana og rifið í hár hennar, þrátt fyrir að hún hafi sagt honum að hætta. Konan hlaut víða mar um líkamann.

Í dóminum kemur fram að kynlífið hafi staðið í um tvo klukkutíma. Þegar klukkustund var liðin hafi konan verið orðin uppgefin og viljað hætta. Sagðist hún hafa steist á móti því að halda áfram en að lokum gefið alveg eftir. Hún hafi ekki þorað öðru vegna hótana hans og stjórnsemi. Almennt gaf konan góðar skýringar á öllum atriðum þó hún hafi á köflum borið við minnisleysi um atriði næturinnar.

Maðurinn segist hafa alltaf spurt um mörk hennar og sagðist ekki hafa séð nokkur hræðslumerki á henni og neitað að hún hefði streist á móti. Öðru nær hafi hún tekið fullan þátt og átt frumkvæðið á köflum um að halda kynlífinu áfram.

Nokkrum dögum eftir atvikið leitaði konan til heilbrigðisþjónustu en fram kemur í dóminum að skýrsla þeirra um áverka styðji að mestu leyti frásögn hennar. Kemur þó fram að ekki sé hægt að rekja alla áverka bein til næturinnar. Vinir hennar báru einnig vitni um að geðslag hennar hafi breyst til hins verra og sálfræðingur staðfesti áfallastreitueinkenni.

- Auglýsing -

Framburður konunnar er sagður í niðurlagi dómsins, hafa verið stöðugur, einlægur og trúverðugur og að ekki sé neitt óvenjulegt við viðbragðsleysi hennar um nóttina í ljósi ótta og vonleysis hennar gagnvart manninum. Dómurinn telji að ekki sé á því vafi að hún telji á sér brotið.

Í dóminum segir að hins vegar sé ekki ljóst hvort manninum hafi verið ljóst að hún teldi á sér brotið. Heimild sé ekki til í lögum til að refsa fyrir kynferðisbrot af gáleysi, þvert á móti sé lögð skylda á ákæruvaldið að sanna ásetning. Héraðssaksóknari hafi í þessu tilfelli ekki tekist að sanna að maðurinn hafi vitað að hann gengi gegn vilja konunnar. Hann hafi alla tíð neitað sök og framburður hans verið stöðugur.

Maðurinn var því sýknaður af ákærunni en sakarkostnaður upp á 3,2 milljónir króna greiðist úr ríkissjóði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -