Lögregla hljóp uppi þrjá menn í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi en eru þeir allir grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Mennirnir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa. Fíkniefni og peningar voru haldlagðir. Síðar um kvöldið var óskað eftir aðstoð lögreglu í Kópavogi vegna líkamsárásar og þjófnaðar í verslun. Einn karlmaður var handtekinn á vettvangi en þegar betur var að gáð var hann með fíkniefni í fórum sínum.
Skömmu síðar bárust lögreglu tvær aðrar tilkynningar vegna líkamsárásar í sama hverfi. Einn var handtekinn í miðbæ Kópavogs eftir að hafa verið eftirlýstur en hann hafði hníf og fíkniefni í fórum sínum. Þá sinnti lögregla útköllum vegna innbrots í Hlíðunum og slagsmála í hverfi 103.