Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Katrín fann sig hjá Guðmundi í Brim: „Eftirminnileg fyrsta snerting við sjávarútveg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fyrir einhverjum árum, líklega snemma árs 2020, heimsótti ég Brim úti á Granda og var þar að spjalla við Guðmund Kristjánsson útgerðarmann og kynna mér starfsemi fyrirtækisins. Ég var þá að reyna að rifja upp hvort ég væri ekki stödd í gamla húsnæði Bæjarútgerðar Reykjavíkur – BÚR – en þangað hafði ég komið í heimsókn í átta ára bekk í Langholtsskóla. Heimsóknin hefur alltaf verið mér mjög minnisstæð af einhverjum orsökum – fyrir átta ára stelpu var þetta eftirminnileg fyrsta snerting við sjávarútveg og fiskvinnslu.“

Svo hefst færsla Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Facebook en þar segir hún frá því hvernig málverk eftir hana, ásamt öðrum, hafi ratað á vegg útgerðarfélagsins Brim. Málverkið teiknaði hún í grunnskóla ásamt bekkjarfélögum. Hún uppgötvaði svo á dögunum að það hangir enn hjá Guðmundi Kristjánssyni.

„Umsjónarkennari minn á þessum tíma var Vilhelmína Þ. Þorvarðardóttir (einstakur kennari) og í framhaldinu vorum við látin vinna stór myndverk um heimsóknina en myndmenntakennarinn okkar var listakonan Anna Cynthia Leplar ef minnið svíkur mig ekki algjörlega. Ég var þar í hópi með fjórum eða fimm bekkjarfélögum (sem kannski muna eftir þessu líka) og við unnum feykifína mynd. Þetta hefur verið á því herrans ári 1985 og færðum við Bæjarútgerðinni myndina í kjölfarið. Um það birtist frétt í DV sem mér þótti mjög merkileg og þóttist nú hafa náð ákveðnum hápunkti í tilverunni,“ segir Katrín.

Hún segist svo hafa séð myndina með eigin augum í vikunni. „Nema hvað, ég nefni þetta við Guðmund í þessari heimsókn og varð hann þá uppnuminn mjög og taldi víst að myndin væri enn til. Mér þótti nú harla ótrúlegt að hún væri enn samhangandi 35 árum síðar en hann reyndist sem sagt hafa rétt fyrir sér! Myndin hangir nú á ganginum í Brimi og í vikunni varð sá stóratburður að ég fékk að líta hana augum. Ég er mjög stolt af því að vera meðhöfundur að þessu fallega verki og vona að gamlir bekkjarfélagar gleðjist með mér að vita af myndinni á góðum stað!“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -