Í nýju og einlægu viðtali ræðir söng- og leikkona Katrín Halldóra Sigurðardóttir um ævi sína og störf. Í viðtalinu snertir hún á sambandi sínu við Hallgrím Jón Hallgrímsson en þau hafa verið að stinga saman nefjum í 14 ár. Maður þarf að eiga góðan maka þegar maður er í svona og ég er svo heppin,“ sagði Katrín við RÚV en hún kynntist Hallgrími þegar hún var í námi og oft hefur lífið verið krefjandi. „Sem á að vera óvanalegt að makar haldist út leikaranám en það gekk einhvern veginn. Þetta var alveg rosalegt álag og ég er fegin að hafa ekki verið með börn á þessum tíma. En við einhvern veginn, við hittumst alltaf af og til. Við höfum okkar leið þegar það er svona álag.“ Katrín ræddi einnig þá erfiðleika að geta barn en í dag er hún tveggja barn móðir ásamt því að vera stjúpmóðir. „Á þessum tíma líka dreymdi mig ekkert heitar en að verða ólétt og eignast barn sko. Ég verð alltaf jafnhissa þegar ég hitti konur sem eru bara: Já við fórum bara heim saman eitt kvöld og ég varð ólétt. Mér finnst það alltaf jafnótrúlegt,“ sagði leikkona fær en hún þurfti að bíða lengi eftir barni að eigin sögn. „Ég er ein af þeim. En þau koma bara þegar þau vilja koma. Ég fór í rannsóknir og alls konar, það var ekkert að en allt í einu koma þau. Svo bara svo þakklátt þegar þetta loksins gerðist, alveg dásamlegt, en ég er alveg góð.“ Hún segir einnig að afskiptasemi fólks varðandi barneignir séu skrýtin. „Ég sagði einhvern tíma að mig langaði aldrei í börn til að hætta að fá þessar spurningar, ætlarðu ekki að eignast börn? Margar voru að koma upp að mér: Ertu bomm!? Nei, því miður,“ sagði Katrín. „Maður á ekki alltaf að vera að spyrja fólk að svona, maður veit ekkert hvað fólk er að ganga í gegnum.“