Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Katrín Odds: „Þetta er því miður íslensk stjórnsýsla í hvalveiðum í hnotskurn: Bitlaus og rotin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Oddsdóttir segir stjórnsýslu Íslands vera „bitlausa og rotna.“ Þá kallar hún hvalveiðar „villimannslega tímaskekkju.“

Lögfræðingurinn og baráttukonan Katrín Oddsdóttir skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hún segist vera búin að velta sér upp úr „þessu blessaða hvalveiðamáli í hálft ár.“ Segir hún að niðurstaðan sé sú að vegna þess hve eftirlitsvaldið er of dreift „svo enginn aðili hefur almennilega yfirsýn yfir allt ruglið sem er í gangi.“ Þá segir Katrín að það sem sé enn verra sé sú staðreynd að Hvalur ehf. hafi aldrei eða sjaldan verið beitt viðurlögum, þrátt fyrir „ítrekuð brot á lögum og reglum.“ Bætti hún við: „Fyrir vikið getur fyrirtækið gert það sem því sýnist – og komist upp með það.“

Katrín segir það „algjörlega sturlað“ að náttúruverndarsamtök líkt og hún hefur starfað fyrir eigi ekki rétt á að láta reyna á mál fyrir stjórnvöldum eða dómstólum. „Stjórnsýsluleg meðvirkni, með þeirri villimannslegu tímaskekkju sem veiðarnar eru, er gríðarleg. Það má líkja þessari bitlausu stöðu íslenskra eftirlitsstofnanna við munn án tanna.“ Katrín segir svo að reglurnar séu síðan sniðnar eftir „hagsmunum og vilja Hvals ehf.“ vegna tenginga Kristjáns Loftssonar inn í stjórnmálaflokka á Íslandi. „Frægasta dæmið er auðvitað tölvupósturinn til sjávarutvegsráðherrans sem lak til fjölmiðla þar sem Kristján sendi einfaldlega “track changes” á reglugerð um verkun hvalkjöts og strikaði þannig út eðlilega kröfu um að vinnsla matvælanna færi fram á yfirbyggðum skurðarfleti.“

Nefnir hún annað dæmi og segir svo að lokum: „Þetta er því miður íslensk stjórnsýsla í hvalveiðum í hnotskurn: Bitlaus og rotin.“

Hér er færslan í heild sinni:

„BITLAUS OG ROTIN STJÓRNSÝSLA

Ég er búin að velta mér upp úr þessu blessaða hvalveiðamáli í hálft ár. Niðurstaðan er sú að eftirlitsvaldið er allt of dreift svo enginn aðili hefur almennilega yfirsýn yfir allt ruglið sem er í gangi. Það sem verra er að þrátt fyrir ítrekuð brot á lögum og reglum sem gilda er viðurlögum sjaldnast/aldrei beitt gegn Hvali hf.
Fyrir vikið getur fyrirtækið gert það sem því sýnist – og komist upp með það.
Náttúruverndarsamtök eins og þau sem ég hef starfað fyrir eiga ekki rétt á að láta reyna á mál fyrir stjórnvöldum eða dómstólum, sem er algjörlega sturlað út af fyrir sig.
Stjórnsýsluleg meðvirkni, með þeirri villimannslegu tímaskekkju sem veiðarnar eru, er gríðarleg. Það má líkja þessari bitlausu stöðu íslenskra eftirlitsstofnanna við munn án tanna.
Reglurnar sjálfar eru síðan sniðnar eftir hagsmunum og vilja Hvals hf á grundvelli tenginga Kristjáns inn í stjórnmálaflokka þessa lands. Frægasta dæmið er auðvitað tölvupósturinn til sjávarutvegsráðherrans sem lak til fjölmiðla þar sem Kristján sendi einfaldlega “track changes” á reglugerð um verkun hvalkjöts og strikaði þannig út eðlilega kröfu um að vinnsla matvælanna færi fram á yfirbyggðum skurðarfleti.
Annað dæmi er í reglugerð um vinnslu hvalkjöts, þar sem segir um þessa glórulausu meðhöndlun á matvælum undir berum himni:
“Hvalskurður skal hafinn eins fljótt og auðið er eftir að hvalur er kominn á land á skurðarfleti með viðeigandi vörnum sem koma í veg fyrir mengun afurða samkvæmt áhættumati sem rekstraraðili gerir.”
Hvalur hf. fær sem sagt sjálfur að gera áhættumatið um hvernig þeir halda fuglum og meindýrum frá opnum hvalhræjunum. Rosalega fín hugmynd krakkar!
Þetta er því miður íslensk stjórnsýsla í hvalveiðum í hnotskurn: Bitlaus og rotin.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -