Föstudagur 25. október, 2024
0.4 C
Reykjavik

Katrín og Bjarni ósammála um viðskipti stórútgerða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa áhyggjur af því að samþjöppun í sjávarútvegi verði of mikil eftir kaup Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi í Grindavík. Þetta kemur fram á RÚV.

Katrín segir meðal annars að Samkeppniseftirlitið og Fiskistofa séu með það til skoðunar hvort aflaheimildir fari yfir kvótaþakið eftir kaupin. Hún segist hafa þá skoðun að endurskoða verði regluverkið, bæði varðandi kvótaþak og tengda eigendur.

„Það er búið að vera töluverð umræða um það á undanförnum misserum að það þurfi að skerpa mjög á þeim reglum,“ segir Katrín í samtali við RÚV.

Hún segist einnig hafa áhyggjur af áhrifum á byggðarlögin í landinu. „Við erum auðvitað með sögu þar sem við höfum oft séð að hagræðing hefur ráðið för en ekki sjónarmið um samfélagslega ábyrgð eða byggðafestu. Þannig að ég hef líka áhyggjur af því.“

Katrín kveðst einnig hafa áhyggjur af tilflutningi auðs sem eigi sér stað í kringum viðskipti á þessu tagi. Það megi setja í samhengi við lagaákvæði þar sem segir að auðlindin sé sameign þjóðarinnar.

„Þá aftur vakna spurningar um gjaldtöku, þegar svona viðskipti eiga sér stað,“ segir hún og bætir við að um sé að ræða eitt þeirra atriða sem til skoðunar séu hjá matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur.

- Auglýsing -

 

Segir marga ala á sundrungu

Fréttablaðið ræddi við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann sagði enga ástæðu til annars en að ætla að áfram yrði vel rekin og umfangsmikil framleiðsla í Grindavík. Hann sér ekki ástæðu til þess að hafa áhyggjur af kaupum og sölu Vísis.

Bjarni sagði marga ala á sundrungu vegna fiskveiðikerfisins, þegar blaðamaður Fréttablaðsins spurði hann hvort viðskiptin kæmu til með að auka sundrungu um kerfið, sem hafi verið umdeilt fyrir.

- Auglýsing -

Mál Guðbjargarinnar og Hrannar hf. á Ísafirði hefur verið rifjað upp í tengslum við kaup Síldarvinnslunnar á Vísi, en félög í eigu Samherja eiga stóran hlut í Síldarvinnslunni. Þegar útgerðin á Ísafirði var keypt voru svipuð loforð á lofti líkt og nú eru í Grindavík, um að starfsemin yrði áfram í heimabyggð. Það gekk hins vegar ekki eftir og Ísfirðingar sátu eftir með sárt ennið.

Lesa má um það mál í baksýnisspegli hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -