Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur Áslaugu hafa verið óviðeigandi.
Eins og greint var frá í fréttum í gær þá lét Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ótrúleg orð falleg í garð Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, í fyrradag.
Sjá nánar: Áslaug niðurlægði Svandísi fyrir framan fullan sal af kvótakóngum
Meðlimir Vinstri Grænna eru skiljanlega mjög ósáttir við þessi orð og sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, við RÚV fyrr í dag:
„Áslaug Arna ræddi við mig eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Ég sagði henni þá skoðun mína að stjórnmálamenn sem vilja telja sig vera forystufólk í stjórnmálum og vilja láta taka sig alvarlega, að það sé mikilvægt að þeir vandi sig þegar þeir ræða um samstarfsmenn sína. Það sé gert af ábyrgð og virðingu.“
„Mér finnst þessi ummæli eins og þau birtist í fréttum, eða þessi framsetning eins og hún birtist í fréttum, alls ekki viðeigandi,“ sagði Katrín.