Katrín Oddsdóttir lærði ýmislegt á að segja hópi 10 ára gutta uppdiktaða hryllingssögu á Goðamótinu á Akureyri.
Lögfræðingurinn og baráttukonan Katrín Oddsdóttir skrifaði skemmtilega Facebook-færslu í gær. Þar segir hún frá því að hún hafi um síðustu helgi náð að róa hóp 10 ára drengja til að róa sig niður og fara beint að sofa en hún var þá stödd með þeim á Goðamótinu á Akureyri. Náði hún þessu með því að segja þeim frumsamda draugasögu um afturgönguna Morð-Guddu. „Ég fattaði í miðri sögu að ég væri mögulega að hóptrámatísera ókunnug börn og mildaði því allan hrylling en sagði þeim að þetta væri vægasta hryllingssagan um þennan dreng en ef allir færu lóðbeint að sofa möglulaust skyldi ég segja þeim alvöru viðbjóðssögu daginn eftir. Að sögulokum hefði mátt heyra sim-kort detta og allir sofnuðu umsvifalaust.“
Segist Katrín hafa lært tvennt af þessu: