Katrín Jakobsdóttir telur mikilvægt að Alþingi taki afstöðu í umdeildu máli.
„Þetta er auðvitað stórt femínískt mál, að viðurkenna framgöngu íslenskra yfirvalda gagnvart þessum konum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um tillögu til þingsályktunar um rannsókn á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum í samtali við mbl.is fyrr í dag. Mikil samstaða er málið innan Alþingis og er hún þverpólitísk en í áratugi hefur verið kallað eftir því að starfsemi vinnuhælisins verði rannsökuð.
„Það eru auðvitað mörg mál úr fortíðinni, þetta eitt af þeim, sem kalla á rannsókn og það finnst mér vera þingsins að taka afstöðu til.“
„Ég held að það sé hverju samfélagi hollt að gera upp erfið mál fortíðar til að geta lært af þeim inn í framtíðina því við erum því miður líka með mál sem eru ansi nær okkur í tíma,“ sagði Katrín að lokum.