Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Katrín um sjókvíaeldi: „Nú þarf innviðaráðherra einfaldlega að skrúfa á sig höfuðið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Eftir höfðinu dansa limirnir, segir máltækið enda ljóst að ekki yrði mikið um hreyfingar án heilans og hvað þá samhæfðar danshreyfingar.“ Þannig byrjar færsla lögmannsins Katrínar Oddsdóttur sem hún birti á Facebook í morgun. Færslan, sem fjallar um sjókvíaeldi á Íslandi hefur vakið verðskuldaða athygli enda skefur Katrín ekki af hlutunum.

Katrín segist hafa fundað með forstjórum nokkurra ríkisstofnanna síðustu daga, ásamt hópi fólks sem berst gegn sjókvíaeldi. „Eftir að hafa fundað með forstjórum nokkura ríkisstofnanna síðustu daga, með frábærum hópi fólks sem berst gegn sjókvíaledi, hef ég margoft hugsað til þessa máltækis en reyndar með nokkrum óhugnaði því eftir því sem við skoðum þetta betur kemur skýrar í ljós að það er engin með almennilega yfirsýn yfir sjókvíaaldismál á Íslandi. Hver stofnun horfir með þröngum hætti á sitt valdsvið og sína ábyrgð og segir svo pass gagnvart öllu öðru því það er einhver annar sem á að sjá um það. Þegar hver stofnun gefur svo 15 prósent afslátt af sínum lögbundnu kröfum er afslátturinn ansi fljótur að nema 150 prósent.“

Segir Katrín að vegna þessarar stöðu geti fjársterk fyrirtæki komist upp með að krefjast meiri eldis, þrátt fyrir að núverandi starfsemi þeirra séu ólögleg. Þá segir lögmaðurinn að enginn virðist vita hvernig þetta byrjaði allt saman hér á landi. „Akkúrat í skjóli þessarar voluðu stöðu komast síðan fjársterk fyrirtækin upp með að krefjast enn meiri eldis sem allra fyrst, þó núverandi starfsemi þeirra sé þvert á lög. Hér er ágætt að minna á að svo virðist sem enginn viti hvernig fyrsta ákvörðunin um að hefja sjókvíaeldi á Íslandi var tekin, þetta bara einhvern læddist inn í firðina okkar og svo hlupu stofnanirnar loks á eftir til að reyna að slökkva stærstu eldana og koma einhverju framtíðarskipulagi á iðnaðinn. Að mínu mati hefur það mistekist hrapalega.“

Þá nefnir hún dæmi um þetta en Matvælastofnun gaf nýverið út rekstrarleyfi í Ísafjarðardjúpi en Katrín segir að ef af verður, muni það „rústa hinni óspilltu náttúru við Sandeyri á Snæfjallaströnd.“ Bætir hún við: „Þetta rekstrarleyfi er í að minnsta kosti einu tilfelli að veita vilyrði fyrir rekstri á svæði sem er alfarið ólöglegt að heimila sjókvíaeldi á í dag. Þetta grundvallast á því að svæðið er í ljósgeislum frá vitum sem tryggja eiga siglingaöryggi og við erum bundin alþjóðlegum skuldbindingum til að tryggja. Vegagerðin ber aftur á móti ábyrgð á að engin mannvirki séu reist í ljósgeislum vitanna. Það klúðraðist alveg að pæla í þessu þegar svokallað haf- og strandskipulag var gert enda virðist sú vinna hafa mótast að miklu leyti af því að greiða leið þeirra leyfa sem þegar hafði verið sótt um sjókvíaledi á fyrir vestan og austan. Síðan þá er endalaust rætt um mótvægisaðgerðir (til dæmis að þrengja ljósgeisla eða færa vita) en ekkert bólar á þeim framkvæmdum enn sem komið er. Í millitíðinni hefur ekki ein sjókví verið svo mikið sem færð af þessum ástæðum. Ólögmætið er einfaldlega normalíserað.“

Katrín segir einnig að hið nýja rekstarleyfi hafi fengist frá MAST þrátt fyrir að Vegagerðin hefði talið það óásættanlegt. Segir hún ennfremur að stór hluti sjókvíaelda á Íslandi séu ólögmæt. „En víkjum aftur að þessu glænýja rekstrarleyfi frá MAST. Þar hafði nefnilega Vegagerðin gert mat á því hvað mætti leyfa og matið var á þá leið að ekki væri ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á einu svæðinu (Arnarnesi). Það virtist hins vegar koma forsvarsmönnum Vegagerðarinnar í opna skjöldu að heyra frá okkur á fundi í vikunni að MAST hefði ekki hlýtt þeirra mati heldur gefið engu að síður út rekstrarleyfi!

Þetta er í raun hið fullkomna dæmi um ruglið sem er í gangi í þessum málaflokki og viðgengst á ábyrgð innviðaráðherra. Stór hluti af sjókvíaeldi á Íslandi er ólögmætur því hann er staðsettur í ljósgeislum vita sem er bannað og hver einasta kví er ólögmæt því hana skortir byggingaleyfi samkvæmt mannvirkjalögum sem er skylda fyrir hvert mannvirki að hafa.“
Þá segir hún ástandið í þessum málum sé svipað og samtal unglings við foreldra sína, um það hvort hann fái bílinn lánaðan.
„Ofan á þetta bætist svo þessi kerfislæga tilhneiging sem ég er að reyna að lýsa hér um að allir stimpla bara sitt og engin beri ábyrgð á heildarafleiðingunum – sem eru hægfara vistmoð gegn íslenskri náttúru og sjaldgæfum dýrategundum.
Þetta er dálítið eins og svona samtal:
Mamma má ég fá bílinn?
Ef pabbi þinn leyfir.
Pabbi má ég fá bílinn?
Ef mamma þín leyfir.
Mamma má ég fá bílinn?
Ef pabbi þinn leyfir.
Pabbi…
Að lokum tekur unglingurinn bara bílinn enda ljóst að hvorugu foreldrinu þykir nægilega mikilvægt að taka raunverulega afstöðu til spurningarinnar.

Eftir því sem við görfum meira í þessu rennur betur upp fyrir mér að það er ekki eitt í þessum málaflokki heldur allt.“

- Auglýsing -

Fleira nefnir hún máli sínu til stuðnings, sem hægt er að lesa hér fyrir neðan en í lok færslunnar skýtur hún á innanríkisráðherrann, sem hún segir að beri ábyrgð á ástandinu.

„Nú þarf innviðaráðherra einfaldlega að skrúfa á sig höfuðið. Ábyrgðin á því hvernig komið er fyrir þessum málum er hans.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -